Síminn stoppar ekki hjá bæjarstjóranum

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri hefur innleitt breytta stjórnunarhætti á Seltjarnarnesi.
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri hefur innleitt breytta stjórnunarhætti á Seltjarnarnesi.

„Pabbi gamli var alltaf með opna hurð inn á skrifstofuna og ég hef pælt í því hvort ég ætti hreinlega að láta taka hurðina af. Ég vil líka að bæjarbúar nái alltaf í mig, ég er bara einn af þeim,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Þór Sigurgeirsson er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Þór Sigurgeirsson er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Þór, sem er sonur Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra um áratugaskeið, tók við starfinu í sumar og hefur þegar innleitt breytta stjórnunarhætti á Nesinu.

Ný heimasíða bæjarins var opnuð á dögunum sem auka á upplýsingagjöf til íbúa til muna. Athygli vakti þegar hann viðraði á dögunum hugmynd sína um flutning bæjarskrifstofunnar á Eiðistorg.

Það gerði Þór í grein í bæjarblaðinu Nesfréttum og í lok greinarinnar gaf hann upp netfang sitt og farsímanúmer og bauð bæjarbúum að hafa samband við sig vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert