Undirbúa atlögu að næsta samningi

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR hefur fulla trú á því …
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR hefur fulla trú á því að kjarasamningurinn verði samþykktur af félagsfólki VR. Ljósmynd/VR

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, segist ánægð með kjarasamning sem undirritaður var í dag, þó í upphafi hafi verið leitast eftir meiru. Samningurinn er stuttur og því verður strax farið í að undirbúa atlögu að næsta samningi. 

„Eins og þetta blasir við mér þá er ég mjög ánægð með þessa samninga og ég tel þetta vera hið besta mál núna í aðdraganda jóla. Þetta er stuttur samningur og við förum strax að undirbúa atlögu að næsta samningi,“ segir Svanhildur í samtali við mbl.is.

„Auðvitað hefði maður alveg viljað meira en ég held að þetta sé alveg ágætis niðurstaða, við gerum bara enn betur næst.“

Mættust á leiðinni

Svanhildur segir að í raun hafi VR ekki fengið það sem þau leituðust eftir í upphafi.

„Maður fær kannski ekki það sem maður leggur upp með en það er mæst á leiðinni, þannig eru samningaviðræður. Það þarf alltaf að gera einhverjar málamiðlanir,“ segir Svanhildur.

„Mér finnst fólk vera mjög ánægt með þessa niðurstöðu. Ég hef fulla trú á því að þessu samningur verði samþykktur af félagsfólki okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert