Hefur ekki áhrif á málið að grunuðu séu lausir

Sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara bendir á Landsrétt varðandi úrkurð um …
Sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara bendir á Landsrétt varðandi úrkurð um að láta hina grunuðu lausa í hryðjuverkamálinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, segir úrskurð Landsréttar um að láta hina grunuðu í hryðjuverkamálinu lausa ekki hafa áhrif á mál héraðssaksóknara gegn þeim.

Menn­irn­ir tveir hafa sætt gæslu­v­arðhaldi frá því í sept­em­ber vegna gruns um skipu­lag hryðju­verka og vopna­laga­brot og áttu að vera áfram í gæsluvarðhaldi til 6. janúar.

Er málið talið eitthvað minna en talið var í upphafi?

„Nei þetta hefur engin áhrif á málið, algjörlega ótengt því,“ segir Karl Ingi í samtali við mbl.is.

Karl Ingi bendir á úrskurð Landsréttar spurður hvernig menn geta verið látnir lausir sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna og svo vegna almannahagsmuna og ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka fyrir alvarleg vopnalagabrot.

„Þessi úrskurður Landsréttar verður birtur. Hann talar sínu máli.“

Þú hefur enga skoðun á þessu?

„Ég hef skoðun á þessu en ég ætla ekkert að láta hana í ljós,“ segir Karl Ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka