Jólahús við Austurveg á Selfossi

Ljósahöllin vekur athygli allra sem leið eiga um bæinn og …
Ljósahöllin vekur athygli allra sem leið eiga um bæinn og verður sem ævintýraborg að sjá þegar birtunni fer að bregða síðdegis. mbl.is/Óttar

Fá hús á landinu eru jafn fallega skreytt fyrir jólin og Austurvegur 29 á Selfossi. Þar hafa hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir búið síðan um aldamót og önnur jólin sín í húsinu settu þau þar á fallegar ljósaskreytingar. Slíkt hafa þau gert æ síðan svo skemmtileg hefð hefur myndast.

Sólveig Ósk fyrir utan húsið fallega, þar sem allt er …
Sólveig Ósk fyrir utan húsið fallega, þar sem allt er skreytt. mbl.is/Óttar

Seríur, kransar og krónur með hvítum og rauðum lit prýða húsið sem stendur við fjölfarna aðalgötu bæjarins. Skreytingar eru við glugga, á svölum og í þakskeggi og einnig á grenitrjám framan við húsið. Kransar eru víða á veggjum hússins og ljósaslör hangir úr þakskegginu.

„Þessar lýsing eru skemmtileg upplyfting í skammdeginu,” segir Sólveig sem í húsinu starfrækir hárgreiðslustofuna Mensý. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Meira að segja snjóskóflan er í jólabúningi.
Meira að segja snjóskóflan er í jólabúningi. mbl.is/Óttar
Skreytingarnar voru settar upp 15. nóvember, en á Selfossi eru …
Skreytingarnar voru settar upp 15. nóvember, en á Selfossi eru það samantekin ráð sveitarfélagsins og þeirra sem standa að verslun og þjónustu þar að setja bæinn í jólabúning nokkru áður en nóvembermánuður er úti. mbl.is/Óttar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert