Ljósglæta með lyfjum

Gísli Jónasson.
Gísli Jónasson. mbl.is/Arnþór

„Menn hafa verið að vona það síðustu þrjátíu árin en erfitt er að fullyrða það óyggjandi hvort komið sé að þáttaskilum. Mér heyrist þó á mönnum að þeir telji að í þessum nýju lyfjum sé eitthvað alveg nýtt í spilunum,“ segir Gísli Jónasson, gjaldkeri samtakanna MND á Íslandi, um ný lyf sem talið er að geti hægt á MND-sjúkdómnum og jafnvel stöðvað framgang hans í sumum tilvikum.

Gísli sótti fund og ráðstefnu alþjóðasamtaka MND-félaga um sjúkdóminn í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Hann segir að mestu fréttirnar fyrir sig hafi verið upplýsingar um tvö ný lyf sem eru langt komin í þróun og sérstaklega var fjallað um á ráðstefnunni. Gísli tekur fram að lækning sé ekki komin við MND-sjúkdómnum en nýju lyfin séu ljósglæta sem lengi hafi verið beðið eftir. Menn telji sig vera komna skrefinu nær.

Lyfið Relyvrio hefur verið samþykkt af matvæla- og lyfjaeftirliti í Bandaríkjunum og Kanada og er til skoðunar hjá Lyfjaeftirliti Evrópu. Það er þróað til að hægja á framvindu sjúkdómsins og segir Gísli að rannsókn sýni að það gagnist vel í þeim tilgangi og geti lengt líf sjúklinga um 43-61% frá greiningu. Hitt lyfið, Tofersen, er skemmra á veg komið en því er ætlað að meðhöndla eitt tiltekið arfgengt afbrigði af MND. Segir Gísli að vonir séu bundnar við að meðhöndlun með því geti stöðvað framgang sjúkdómsins.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka