Styrkurinn kominn til vegna bágborinnar umfjöllunar Rúv

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd Alþing­is, seg­ir að 100 millj­ón króna styrk­ur til fjöl­miðla á lands­byggðinni sem fram­leiða eigið efni fyr­ir sjón­varps­stöð hafi meðal ann­ars verið samþykkt­ur vegna bág­bor­inn­ar lands­byggðar­um­fjöll­un­ar Rík­is­út­varps­ins.

Þá seg­ir hann að Stefán Vagn Stef­áns­son hafi setið hjá í af­greiðslu máls­ins í nefnd­inni. 

Vil­hjálm­ur seg­ir nefndarálitið sem birt­ist í gær vera árétt­ingu á því sem var þegar ákveðið en þar seg­ir:

Í ljósi umræðu í fjöl­miðlum bein­ir meiri­hlut­inn því til ráðherra að end­ur­skoða þær regl­ur sem gilda um rekstr­arstuðning við einka­rekna fjöl­miðla á lands­byggðinni þannig að aukið til­lit verði tekið til þeirra sem fram­leiða efni fyr­ir sjón­varp.“

Því hef­ur ekki verið ákveðið að draga styrk­inn til baka held­ur mun það koma í hlut Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, að út­færa aukið til­lit til fjöl­miðla á lands­byggðinni sem fram­leiða efni fyr­ir sjón­varp.

Spurður hvort að nefndarálitið sem birt­ist í gær­kvöldi hafi verið til­raun nefnd­ar­inn­ar til að viður­kenna mis­stök neit­ar Vil­hjálm­ur því. 

„Málið er það að þetta er al­veg nokkuð skýrt í nefndaráliti eft­ir aðra umræðu, sem er búið að liggja fyr­ir í næst­um því viku. Það er búið að ræða fjár­lög­in í fimm daga á þing­inu. Þetta er búið að liggja fyr­ir all­an tím­ann. Svo vor­um við að birta nefndarálitið í gær, við af­greidd­um það í gær­morg­un út, og þá byrjaði þessi umræða svo við bætt­um þess­ari setn­ingu við,“ seg­ir hann og vís­ar þar til til­vís­un­ar­inn­ar hér fyr­ir ofan. 

Seg­ir Stefán Vagn hafa setið hjá

Vil­hjálm­ur seg­ir að meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar hafi verið meðvitaður um tengsl Stef­áns Vagns Stef­áns­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og nefnd­ar­manns, við N4 en mág­kona hans er fram­kvæmda­stjóri miðils­ins. 

„Það var al­veg vitað og hann tók held­ur ekki þátt í þessu. Enda er ekki verið að styrkja N4. Það er stjórn­sýslu­ferli sem fer í gegn­um ráðuneytið. Svo á eft­ir að koma í ljós hvaða regl­ur verða sett­ar og hvernig ráðuneytið út­deil­ir þessu. Það eru vissu­lega fleiri en N4 sem vant­ar þenn­an pen­ing og vilja fá þetta.“

Hann nefn­ir að verið sé að leggja til að fram­lengja fjöl­miðlastyrki meðan tek­in er ákvörðun um stöðu Rúv á aug­lýs­inga­markaði. 

„Við vild­um ekk­ert endi­lega hækka þá styrki held­ur frek­ar setja í af­markaðan styrk svo það yrði meira dag­skrár­gerðarefni á lands­byggðinni, um það sner­ist málið.“

Þannig að Stefán Vagn sat hjá í af­greiðslu máls­ins?

„Já, inn­an meiri­hlut­ans þá tók hann ekki þátt í þess­ari ákvörðun,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og full­yrðir að aldrei hafi staðið til að styrkja einn miðil. 

Þess má geta að Stefán Vagn hef­ur ekki svarað sím­töl­um mbl.is þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. 

Um­fjöll­un Rúv ekki nægi­lega góð

„Við vild­um leggja áherslu á að þetta [styrk­ur­inn] færi í lands­byggðarefni,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og staðfest­ir að styrk­ur­inn sé kom­inn til meðal ann­ars vegna þess að meiri­hlut­inn tel­ur að um­fjöll­un Rúv á land­byggðinni sé ekki nægi­lega góð.

Hann seg­ir að Stöð 2 hafi staðið sig mun bet­ur í lands­byggðar­um­fjöll­un og nefn­ir til dæm­is þátt­inn Um land allt.

„Svo hafa Vík­ur­frétt­ir verið dug­leg á þessu svæði sem ég bý á,“ seg­ir hann en Vil­hjálm­ur er þingmaður í Suður­kjör­dæmi. 

Ekki ætl­un­in að styrkja einn

Vil­hjálm­ur seg­ir að meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar, sem sam­an­stend­ur af þing­mönn­um Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, hafi rætt stöðu Rík­is­út­varps­ins.

„Við vor­um að pæla hvort við gæt­um eitt­hvað hreyft við því og reyna að gera til­raun til þess að lækka fram­lög­in. Ein leið til þess að ná því fram var að hækka fram­lög al­mennt til einka­reknu fjöl­miðlanna. En svo gekk þetta með Rúv ekki al­veg upp, því miður, en þetta sat eft­ir.“

Vil­hjálm­ur ít­rek­ar að ætl­un­in sé ekki að styrkja ein­ung­is einn fjöl­miðil, en auk N4 fram­leiðir Vík­ur­frétt­ir sjón­varps­efni. 

„Ef við hefðum ætlað að styrkja ein­hvern einn ákveðinn, þá hefðum við sett þetta á kenni­tölu,“ seg­ir hann og bend­ir á að slíkt sé gert í fjár­laga­frum­varp­inu vegna ým­issa stofn­anna og sam­taka. 

„Að sjálf­sögðu erum við ekki að fara að láta ein­hvern fjöl­miðil fá styrk beint af þessu, en vissu­lega sendi einn fjöl­miðill styrk­beiðni upp á sömu upp­hæð. En það stóð aldrei til að hann fengi styrk­beiðni af­greidda af okk­ur.“

Vil­hjálm­ur ít­rek­ar að það sé menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra að út­hluta styrkn­um. 

„Móti því að Rík­is­út­varpið fái belti og axla­bönd“

Nú hafa þess­ar 100 millj­ón­ir greini­lega verið til í rík­is­sjóði, af hverju var þeim ekki út­hlutað strax í upp­hafi?

„Af því að það kom umræða um það að Rúv fengi ekki alla hækk­un­ina sína. Ég er á móti því að Rík­is­út­varpið fái belti og axla­bönd, verðlags­hækk­an­ir og áætlaða fjölg­un út­varps­greiðenda og allt þetta. Það kem­ur breyt­ing­ar­til­laga á milli fyrstu og annarr­ar umræðu er varðar leiðrétt­ingu á þessu,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og bæt­ir við að all­ur meiri­hlut­inn hafi verið sam­mála um að láta þá hækk­un ekki ganga eft­ir. 

„Þá kom þessi umræða um að setja auk­inn styrk í einka­reknu fjöl­miðlanna, og þá sér­stak­lega úti á lands­byggðinni.“

Hann seg­ir að lok­um að marg­ir fjöl­miðlar séu í rekstr­ar­vanda og munu því gera til­kall til þess­ara fjár­muna. 

„Ef við ætluðum að ganga að kröf­um N4 þá hefði þetta þurft að vera miklu hærri tala held­ur en 100 millj­ón­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert