Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur samþykkt beiðni stjórnar Ljósleiðarans, dótturfélags OR, um að ganga til samninga um kaup á stofnneti Sýnar fyrir um þrjá milljarða króna í dag. Deilt var um málið innan stjórnar OR þar sem kaupin kalla á frekari skuldsetningu innan samstæðunnar. Ljósleiðarinn skuldar nú þegar yfir 14 milljarða króna en OR þarf að aflétta fyrirvörum í erlendum lánasamningum til að rýmka fyrir frekari skuldsetningu Ljósleiðarans.
Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir vill Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarformaður OR, ekki tjá sig um málið. Þá vildi upplýsingafulltrúi OR ekki svara spurningum Morgunblaðsins um málið í gær.
Í tilkynningu OR í gær segir að meirihluti stjórnar líti svo á að eigendur félagsins þurfi ekki að hafa afskipti af málinu.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.