„Ekkert annað en skandall“

Hanna Katrín Friðriksson á Alþingi.
Hanna Katrín Friðriksson á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu á Alþingi vinnu­brögð meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar sem samþykkti að veita 100 millj­óna króna styrk úr rík­is­sjóði til fjöl­miðla á lands­byggðinni. Mág­kona nefnd­ar­manns í fjár­laga­nefnd er fram­kvæmda­stjóri N4, sem var eini fjöl­miðill­inn sem sótti um styrk­inn.

Hanna Katrín Friðriks­son, þingmaður Viðreisn­ar, sagði styrkn­um hafa verið laumað til N4 og fyr­ir vikið sitji fjöl­miðlar eft­ir með „enn óreiðukennd­ari mynd“ af rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla á land­inu. „Þessi fram­koma meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar er ekk­ert annað en skandall,“ sagði Hanna Katrín, und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins.

Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, nefndi að fjár­veit­ing­in hafi verið sögð al­menn en að skil­yrðin séu „klæðskerasaumuð að ein­um aðila“. Hann sagði fjöl­miðla átta sig á því að verið væri að fara hjá­leið fram­hjá al­menn­um potti.

„Þetta er gamli tím­inn. Svona vinn­um við ekki leng­ur,“ sagði hann.

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, hóf sína ræðu með því að vitna í spurn­ingu sem hann spurði gervi­greind um hvað ger­ist ef ráðherra sel­ur pabba sín­um rík­is­eign. Hún sagði slíkt vera „al­var­legt brot á stjórn­skipu­lagi og hags­muna­skiln­ingi“. Bætti Björn Leví við að meira að segja gervi­greind viti hvað hags­muna­árekstr­ar séu mikið vanda­mál.

Björn Leví Gunnarsson.
Björn Leví Gunn­ars­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Varðandi N4-málið sagði hann hags­muna­árekst­ur hafa verið af­greidd­an á lokuðum meiri­hluta­fundi fjár­laga­nefnd­ar. Hvorki hafi verið greint frá hon­um á nefnd­ar­fundi fjár­laga­nefnd­ar né fundi Alþing­is. „Við eig­um að treysta því að það hafi verið rétt greint frá og nægi­lega mikið á fundi meiri­hluta, eins og það dugi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert