Fyrsti snjórinn í Reykjavík: Gæti orðið 25-30 sm

Fyrsti snjórinn í Reykjavík á þessum vetri.
Fyrsti snjórinn í Reykjavík á þessum vetri. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti snjór vetrarins í Reykjavík lét sjá sig í kvöld. 

Fyrstu korn féllu um 7 leytið en um það bil klukkustund síðar hófst snjókoma fyrir alvöru. 

Veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við mbl.is að það muni halda áfram að snjóa fram til hádegis á morgun og gæti orðið 25-30 cm jafnfallinn snjór. Ekki muni snjóa meira eftir það um helgina á suðvesturhorninu.

Síðdegis á morgun færist í austan eða norðaustanátt og verður bjart, þurrt og kalt.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert