Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum hefur verið lokað vegna veðurs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Töluvert hefur verið um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu eftir að byrjaði að snjóa í kvöld. Lögreglan tilkynnti í tísti að hvorki sé gott skyggni né færi á Hellisheiði og að bílar hafi farið út af í Lögbergsbrekku.
Tilkynnt hefur verið um að veður sé einnig slæmt á Suðurnesjunum, en ekki hefur neinum vegum verið lokað þar.
Gul viðvörun er í kvöld og það á að snjóa fram á hádegi á morgun á höfuðborgarsvæðinu.
Hellisheiði: Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli lokuð vegna veðurs. #lokað
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 16, 2022
Hellisheiðin er lokuð. Förum varlega ekki gott skyggni og færi og bílar útaf í Lögbergsbrekku. #löggutíst #færðin #vegagerðin
— LRH (@logreglan) December 16, 2022