Félagsmenn Bandalags íslenskra leigubílstjóra munu um komandi helgi verða með lágmarksþjónustu og þá munu félagsmenn leggja niður störf í tvo sólarhringa frá og með mánudeginum kl. 7:30.
Alþingi samþykkti í dag ný lög um leigubifeiðaakstur. Í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra er lýst áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kunni að koma í kjölfar samþykktar frumvarpsins. „Félagið harmar að ekki sé hlustað á þá er eiga mest undir breytingunum, það eru starfandi leigubifreiðastjórar, afleysingafólk leigubifreiða og fjölskyldur þeirra,“ segir síðan.