Mikið um umferðaróhöpp eftir að byrjaði að snjóa

Lögreglan hefur haft í nógu að snúast í kvöld eftir …
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast í kvöld eftir að byrjaði að snjóa á suðvesturhorninu. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Töluvert er búið að vera um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu eftir að byrjaði að snjóa í kvöld, að því er fram kemur í tólf tíma tístvakt lögreglunnar. 

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og þveraði veginn á Kringlumýrabraut og ekið var á steinvegg á Lækjargötu. Þá var bæði tilkynnt um aðila sem ók niður umferðarvita og annan sem ók á ljósastaur.

„Ljósastaur var ekinn niður á einni af aðalgötum bæjarins og varð númeraplata bifreiðarinnar eftir... eigandi getur sótt hana til okkar á skrifstofutíma,“ segir í einu tísti lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka