Á síðasta ári var rúmur helmingur kvenna á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun, eða um 51%, en samsvarandi hlutfall meðal karla var 34,8%. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands þar sem hlutfallsleg skipting menntunarstöðu Íslendinga á aldrinum 25 til 64 ára er skoðuð eftir kyni.
Þar kemur einnig fram að hlutfall íbúa eingöngu með grunnmenntun á höfuðborgarsvæðinu sé nokkuð hærra en utan höfuðborgarsvæðisins, er hlutfallið 15,5% á höfuðborgarsvæðinu en 31,5% á landsbyggðinni.
Almennt hefur þó hlutfall landsmanna sem hefur eingöngu lokið grunnmenntun lækkað á milli ára, árið 2020 var hlutfallið 24,1% en á síðasta ári var það komið niður í 21,1%.