Samninganefnd Eflingar mætti um klukkan eitt í dag niður í Karphús til viðræðna við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara. Gekk hópurinn fylktu liði í Karphúsið og hélt á spjöldum með slagorðum þar sem mátti lesa á bæði íslensku og ensku að Eflingarfólk væri ómissandi og það skapaði verðmæti.