Sjóðsvél og iPad stolið

Til­kynnt var um inn­brot í fyr­ir­tæki í miðbæ Reykja­vík­ur laust fyr­ir klukk­an þrjú í nótt. Búið var að brjóta rúðu og fara inn þangað inn. Stolið var sjóðsvél og iPad.

Um hálf­tíu­leytið í gær­kvöldi var til­kynnt um inn­brot í íbúðargeymslu í hverfi 104. Þaðan var stolið raf­hlaupa­hjóli, að því er seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Fimm bif­reiðir voru stöðvaðar í gær­kvöldi og í nótt þar sem öku­menn­irn­ir eru grunaðir um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna eða áfeng­is. Þrír þeirra sátu und­ir stýri þrátt fyr­ir að hafa verið svipt­ir öku­rétt­ind­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert