Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Búið var að brjóta rúðu og fara inn þangað inn. Stolið var sjóðsvél og iPad.
Um hálftíuleytið í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í íbúðargeymslu í hverfi 104. Þaðan var stolið rafhlaupahjóli, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fimm bifreiðir voru stöðvaðar í gærkvöldi og í nótt þar sem ökumennirnir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þrír þeirra sátu undir stýri þrátt fyrir að hafa verið sviptir ökuréttindum.