Berjast við að halda strætóleiðum opnum

Níu tæki eru við störf að ryðja snjó í Reykjavíkurborg …
Níu tæki eru við störf að ryðja snjó í Reykjavíkurborg sem stendur. Myndin er tekin árið 2019. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Staðan hjá okkur núna er sú að við erum að berjast við að halda strætóleiðum opnum, þessum aðalstofnleiðum borgarinnar,“ segir Eiður Fannar Erlendsson, einingarstjóri vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í samtali við mbl.is.

Líkt og vanalega eru leiðir strætisvagna í fyrsta forgangi þegar kemur að því að ryðja götur, þá tengileiðir að helstu stofnunum og síðan íbúðabyggðir. 

Áhersla á stofnleiðir fram yfir hádegi

Eiður segir að á meðan enn fellur úrkoma þá verði aðaláherslan lögð á að halda stofnleiðum opnum fram undir og jafnvel fram yfir hádegi. 

Þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar hóf ruðning klukkan fjögur í nótt, bæði á vegum og stígum: Eiður segir þó ruðning á stígum hafa gengið erfiðlega á með enn skefur mikið. 

„Það féll snjór fljótt í þetta aftur, það er aðeins miðjafnt eftir borgarhlutum hversu mikið skefur í,“ segir hann. 

Hann segir níu bíla og tæki við störf sem stendur að ryðja bara í götum í Reykjavíkurborg. Þyngstur er snjórinn í eftir byggðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert