Birgir fór á fund talíbana í Kabúl

Birgir Þórarinsson og Haqqani ráðherra flóttamannamála.
Birgir Þórarinsson og Haqqani ráðherra flóttamannamála. Ljósmynd/Aðsend

Birg­ir Þór­ar­ins­son alþing­ismaður átti fyrr í þess­um mánuði fund með Haqq­ani, ráðherra mál­efna flótta­manna í rík­is­stjórn talíbana í Af­gan­ist­an, fyrst­ur er­lendra stjórn­mála­manna til að hitta þarlend stjórn­völd frá því að talíban­ar komust til valda.

Birg­ir er í flótta­manna­nefnd Evr­ópuráðsins og var falið að skrifa skýrslu um stöðu af­ganskra flótta­manna og gera til­lögu um hvernig bregðast ætti við stöðunni í Af­gan­ist­an og flótta­manna­straumn­um þaðan.

Birg­ir ræddi m.a. flótta­manna­vand­ann, ástandið í land­inu, alþjóðlega aðstoð, mennt­un stúlkna og stöðu kvenna við full­trúa talíbana­stjórn­ar­inn­ar. Hann hitti full­trúa af­ganskra kvenna og kristn­ar fjöl­skyld­ur sem búa við mikl­ar of­sókn­ir í Af­gan­ist­an og heim­sótti barna­spítala.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert