Eyjólfur oftast í ræðustólinn

Eyjólfur Ármannsson.
Eyjólfur Ármannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú þegar Alþingi Íslendinga, 153. löggjafarþingið, er komið í jólafrí er rétt að skoða hvaða alþingismenn hafa verið málglaðastir á haustþinginu. Þar trónir á toppnum nýr maður, Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi. Eyjólfur er því ræðukóngur Alþingis á haustþinginu.

Staðan var sú í gærmorgun að Eyjólfur hafði flutt 309 ræður, athugasemdir og andsvör, og talað í samtals 1.005 mínútur. Það gera tæplega 17 klukkustundir samanlagt, sem hann hefur staðið í ræðustól Alþingis, síðan þingið hófst í september.

Björn Leví talað næstmest

Næstur Eyjólfi kemur margfaldur ræðukóngur frá fyrri þingum, Píratinn Björn Leví Gunnarsson. Hann hefur flutt 307 ræður/athugasemdir og talað í samtals 881 mínútu. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert