Flúði lögreglu á 136 kílómetra hraða

Dómur hérðadóms var staðfestur.
Dómur hérðadóms var staðfestur. mbl.is/Hanna

Landsréttur hefur staðfest fjórtán mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni fyrir þjófnaðar-, fíkniefnalaga-, lyfjalaga-, lögreglulaga- og umferðarlagabrot. Ákæruliðirnir voru níu talsins.

Eftirför lögreglu

Umferðarlaga- og lögreglulagabrotið varðaði það að maðurinn hafði ekið bifhjóli undir áhrifum ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja. Er lögregla hugðist stöðva akstur hans sinnti hann ekki fyrirmælum lögreglu og hófst í framhaldinu eftirför lögreglu. Keyrði hann á allt að 136 kílómetra hraða á klukkustund. Maðurinn féll svo af hjólinu er hjól hans rakst saman við hjól lögreglu. Í framhaldinu hófst eftirför lögreglu á fæti. Maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt og var það árétt í dómi héraðsdóms.

Þjófnaðarbrotið varðaði þjófnað á flösku af Gajol Granat Æble, að söluvirði 2.750 kr, frá ÁTVR. ÁTVR hafði uppi einkaréttarlegar kröfur í málinu um skaðabætur en þar sem þing var ekki sótt af þeirra hálfu í málinu var krafan felld niður.

Samkvæmt dómvenju og að virtum sakarferli manns voru ekki taldar vera forsendur til að skilorðsbinda dæmda refsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert