Heimsending matar á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkur fellur niður í dag, vegna veðurs. Hefst hún aftur á morgun, um leið og færð leyfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Neyðarskýlin þrjú í Reykjavík eru öll opin í dag. Þá hefur neyðaráætlun í málflokki heimilislausra, með miklar og flóknar þjónustuþarfir, verið virkjuð vegna veðurs.
Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus maður, birti á Facebook síðu sinni myndband þar sem hann gagnrýndi borgina fyrir að ætla að loka gistiskýlunum í morgun. Nú liggur fyrir að þau verði öll opin allan sólarhringinn í dag og á morgun.
Soffía Hjördís Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og teymisstjóri í málaflokki heimilislausra segir að neyðaráætlun í málaflokki heimilislausra taki við af litakóðuðum viðvörunum veðurstofunnar, og því hvort aukin hætta sé á að þjónustuþegar verði fyrir ofkólnun vegna kulda og snjóþunga.
Það var mat teymisins í morgun og því tekin ákvörðun um að virkja neyðaráætlunina og tryggja mönnun til þess að opna skýlin.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem Ragnar birti.