Strætó gengur þrátt fyrir vont færi

Beðið eftir strætó.
Beðið eftir strætó. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir flestar leiðir ganga samkvæmt áætlun þrátt fyrir þungt færi á vegum höfuðborgarsvæðisins. 

„Þetta hefur gengið þokkalega. Það hefur verið aðeins um tafir og við hvetjum fólk til að fylgjast með rauntímakortum,“ segir hann í samtali við mbl.is. 

Tveir vagnar lentu í vandræðum

Allar leiðir fóru af stað á réttum tíma í morgun, en tveir vagnar lentu í vandræðum. „Það er verið að vinna í því,“ segir Jóhannes. „Aðrar leiðir ganga þokkalega.“

Leiðir Strætó bs. á landsbyggðina ganga ekki enda Hellisheiðin lokuð. 

Jóhannes segir að ekki séu aðrar ráðstafanir gerðar af hálfu Strætó en að stóla á að sveitarfélög séu búin að ryðja vegi. „Strætóleiðir eru í forgangi svo að okkur sýnist þetta hafa gengið vel hingað til“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert