Vorum hænufeti frá snjóleysismeti

Fyrsti snjórinn í ár féll í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrsti snjórinn í ár féll í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Veðurstofan spáði snjókomu í höfuðborginni í gærkvöldi og það gekk eftir. Gefin var út gul viðvörum fyrir nóttina og morguninn. Dagurinn í dag er því fyrsti alhvíti dagurinn í Reykjavík á þessum vetri. Munaði þar aðeins einum degi á metjöfnun. Metið er frá 1933, þegar fyrsti alhvíti dagurinn í Reykjavík var 18. desember.

Mælingar á snjóhulu og snjódýpt hófust 25. janúar 1921 í Reykjavík, eða fyrir rúmlega einni öld. Á tímabilinu hefur snjóhula nær allan tímann verið metin klukkan níu að morgni, að því er fram kemur í pistli Trausta Jónssonar veðurfræðings á Moggablogginu. Snjóhula hefur verið mæld á nokkrum stöðum í borginni í gegnum tíðina. Nú er miðað við að tún Veðurstofunnar við Bústaðaveg sé alhvítt að morgni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert