Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 varð í norðanverðri Kötluöskju klukkan 11.08 í morgun. Ein tilkynning hefur borist um að skjálftinn hafi fundist í Drangshlíðardal.
Skjálftar af svipaðri stærð verða við og við í Mýrdalsjökli, nú síðast 22. nóvember. Engin frekari merki um jarðvirkni sjást á mælum Veðurstofu Íslands, að því er segir í tilkynningu.
„Í nóvember vorum við að sjá aðeins hækkaða rafleiðni í Múlakvísl, samhliða skjálftavirkni, sem gaf vísbendingar um aukna jarðhitavirkni, en hún er búin að lækka síðan þá,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við mbl.is.
„Það er hluti af þessu kerfi að það koma stærri sjálftar við og við. Við erum ekki að sjá neina óvenjulega virkni.“
Meðfylgjandi er áhrifakort (ShakeMap) sem var gert á Veðurstofu Íslands.