3,8 stiga skjálfti í Kötlu

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. mbl.is/Rax

Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 varð í norðan­verðri Kötlu­öskju klukk­an 11.08 í morg­un. Ein til­kynn­ing hef­ur borist um að skjálft­inn hafi fund­ist í Drangs­hlíðar­dal.

Skjálft­ar af svipaðri stærð verða við og við í Mýr­dals­jökli, nú síðast 22. nóv­em­ber. Eng­in frek­ari merki um jarðvirkni sjást á mæl­um Veður­stofu Íslands, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

„Í nóv­em­ber vor­um við að sjá aðeins hækkaða raf­leiðni í Múla­kvísl, sam­hliða skjálfta­virkni, sem gaf vís­bend­ing­ar um aukna jarðhita­virkni, en hún er búin að lækka síðan þá,“ seg­ir Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is.

„Það er hluti af þessu kerfi að það koma stærri sjálft­ar við og við. Við erum ekki að sjá neina óvenju­lega virkni.“

Meðfylgj­andi er áhrifa­kort (ShakeMap) sem var gert á Veður­stofu Íslands.

Kort/​Veður­stofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert