Alvarlegt slys – ekið á gangandi vegfaranda

Alvarlegt umferðarslys varð við Vík í Mýrdal í dag.
Alvarlegt umferðarslys varð við Vík í Mýrdal í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi eitt fyrir stundu á Reynisfjalli við Vík í Mýrdal, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi á facebook.

Lögregla er við störf á vettvangi ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Veður á vettvangi er slæmt og færð tekin að spillast.

Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi við Vík og eru vegfarendur beðnir um að sýna viðbragðsaðilum tillitssemi. Frekari upplýsingar voru ekki veittar að svo stöddu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út vegna slyssins, en að sögn Gæslunnar er verið að sækja einn slasaðan.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á þjóðvegi 1 við Vík í Mýrdal. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sem segir málið vera til rannsóknar.

„Það er verið að flytja þann slasaða til Reykjavíkur núna,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Aðspurður segir hann að slysið hafi orðið uppi á Reynivelli, en að tildrög slyssins séu enn til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka