Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Suðausturlandi, en viðvörunin hafði áður verið gul. Jafnframt hefur verið gefin út gul viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Austfjörðum og Miðhálendinu.
Flestar viðvararnirnar taka gildi í fyrramálið.
„Norðaustan 23-30 m/s, hvassast næst sjávarsíðunni. Vindhviður að 45-50 m/s líklegar. Foktjón líklegt," segir á vef Veðurstofunnar um appelsínugulu viðvörunina.