Ófremdarástand á götum miðbæjarins

Flughált var í miðbænum í dag.
Flughált var í miðbænum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er brjálæðislega hált á götum bæjarins,“ segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason í færslu á Facebook.

Í samtali við mbl.is segist hann hafa hent í umrædda færslu eftir að hann tók eftir því að það var hált á Skólavörðustígnum, en hann segir snjóbræðslukerfið ekki hafa undan.

Egill Helgason segir ófremdarástand í miðbænum vegna mikillar hálku þar …
Egill Helgason segir ófremdarástand í miðbænum vegna mikillar hálku þar sem fólk staulast aðallega úti á götum. Ljósmynd/Egill Helgason

„Fólk var að staulast aðallega úti á götum, og það var algjört ófremdarástand,“ segir hann og bætir við að það þurfi að bregðast við þessu með tvennum hætti.

„Annars vegar þarf borgin að gera sitt. Svo finnst mér að þeir sem reka verslanir og veitingahús þurfa líka að koma með sitt framlag og moka fyrir utan hjá sér.“

Þá veltir hann fyrir sér hver sé ábyrgð okkar sem borgara.

„Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman fyrir mann sem er að reka verslun eða veitingahús í miðbænum að sjá fólk dettandi fyrir utan hjá sér. Það er frekar óskemmtilegt, og vond auglýsing fyrir staðina.“

Sendir SOS vegna hálkunnar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, slær á svipaða strengi í færslu sinni á Facebook vegna hálkunnar í miðbænum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert