Söngur eða fótbolti?

Sigríður Thorlacius eignaðist frumburðinn Markús Thorlacius fyrir rúmu ári og …
Sigríður Thorlacius eignaðist frumburðinn Markús Thorlacius fyrir rúmu ári og nýtur sín vel í nýja hlutverkinu. Hún finnur þó alltaf tíma fyrir sönginn. mbl.is/Ásdís

Sig­ríður Thorlacius varð móðir fyr­ir rúmu ári en seg­ist ekki hafa verið að stressa sig á því að stofna fjöl­skyldu.

„Ég var ekk­ert að pæla mikið í því hvort mig langaði að eiga börn og hugsaði bara að ég myndi gera það seinna. Mamma eignaðist mig 43 ára og mér fannst ég bara hafa nóg­an tíma,“ seg­ir hún og seg­ist hafa notið þess að vinna við söng­inn.

Hljóp á eft­ir gigg­un­um

„Ég var að hlaupa á eft­ir „gigg­un­um” því ef maður seg­ir nei þá gríp­ur þau ein­hver ann­ar. Mér fannst aldrei tíma­bært að vera í sam­búð eða eign­ast börn. Ég bjó ein og vann á skrítn­um tím­um og var mikið úti að borða og átti skemmti­legt líf. En svo kom ást­in inn í líf mitt og ég er því­líkt þakk­lát fyr­ir það. Ég horfi ekki til baka með nein­um söknuði. Þetta eru eins og tveir ólík­ir ­kafl­ar,“ seg­ir hún og seg­ir lífið auðvitað hafa breyst mikið eft­ir að Markús litli fædd­ist.

„Hann er dá­sam­leg­ur og það geng­ur rosa­lega vel. Hann er ákveðinn ung­ur dreng­ur og ynd­is­leg­ur. Hann hleyp­ur út um allt og ég á eft­ir og kem­ur með mér á fundi,“ seg­ir Sig­ríður.

„Lífið breytt­ist meira en ég hélt og auðvitað var líka þetta Covid-ástand og þá hægði á hraðanum í líf­inu og maður fór að hugsa hlut­ina aðeins öðru­vísi. Ég er ótrú­lega þakk­lát að fá að upp­lifa þetta hlut­verk,“ seg­ir hún og seg­ir of snemmt að segja til um söng­hæfi­leika unga manns­ins.

„Við ger­um stund­um grín að því hvort hann fari í söng­inn eða fót­bolt­ann eins og pabbi hans. En hann syng­ur mjög mikið og kem­ur með mér á æf­ing­ar og klapp­ar. Auðvitað segi ég að hann sé mjög mús­ík­alsk­ur,“ seg­ir hún og bros­ir.

Ítar­legt viðtal er við Sig­ríði í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert