Björgunarsveitir á kafi í verkefnum

Töluverður fjöldi bíla situr fastur á Suðurnesjum. Aðstoð frá Reykjavík …
Töluverður fjöldi bíla situr fastur á Suðurnesjum. Aðstoð frá Reykjavík hefur verið kölluð til við að losa stærri bíla eins og rútur. Ljósmynd/Landsbjörg

Lögreglan á Suðurnesjum segir að Reykjanesbraut sé lokuð vegna ófærðar og óvist sé hvenær opnað verði fyrir umferð. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni að óþörfu.

Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum eru að störfum vegna óveðursins og er björgunarsveitarfólk að vinna á vettvangi við að aðstoða ökumenn.

„Fjöldi verkefna er slíkur að ekki hefst undan. Fólki er ráðlagt að fylgjast með færð og veðri á vef Vegagerðar og Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningu lögreglu.

„Núna er mest að gera í Reykjanesbæ í kringum flugstöðina. Þetta verður verkefni eitthvað fram á daginn að greiða úr þessu og svo verðum við bara að sjá hvernig veðrið hagar sér,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert