Fjöldahjálparstöð opnuð í Reykjanesbæ

Löng bílaröð myndaðist á Reykjanesbrautinni í morgun.
Löng bílaröð myndaðist á Reykjanesbrautinni í morgun. mbl.is/Karlotta

Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurnesjum. 

Allir sem hafa ekki í nein hús að venda eða hafa orðið veðurtepptir geta leitað í fjöldarhjálparstöðina en Reykjanesbrautin er lokuð allri umferð. 

Við biðlum til fólks að halda sig heima á meðan þetta ástand varir,“ segir í færslu lögreglunnar.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka