Norðaustan hvassviðri eða stormur gengur nú yfir víða um land og jafnvel með rokið á Suðausturlandi. Vegna þessa eru í gangi gular og appelsínugular viðvaranir víðast um landið.
Má búast við skafrenningi og lélegu skyggni sem getur valdið ökumönnum erfiðleikum, en talsvert er þegar um vandræði ökumanna á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.
Flestir vegir á Suðurnesjum og á Suðurlandi austur að Hellu og svo einnig undir Vatnajökli, eru lokaðir vegna veðurs. Hafa mælst 39 m/s á kviðum við Freysnes.
Hægt er að fylgjast með lægðinni ganga yfir hér að neðan.