Margir vegir lokaðir á Suðvesturlandi

Björgunarsveitir að störfum á Mosfellsheiði á laugardaginn.
Björgunarsveitir að störfum á Mosfellsheiði á laugardaginn. Ljósmynd/Landsbjörg

Mörgum vegum hefur verið lokað á Suðvesturlandi vegna veðurs, þ.e. Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, og Suðurstrandarvegi.

Vegagerðin greinir frá þessu.

Snæfellsnesið er að mestu ófært og einnig Brattabrekka. Hálka er á Holtavörðuheiði og eru akstursskilyrði slæm.

Á Suðausturlandi má búast við að hringveginum í Öræfasveit og á Skeiðarársandi verði lokað í dag vegna mikils vinds og snarpra vindhviða. Lokunin gæti varað frá klukkan 8 og fram á þriðjudagsmorgun í það minnsta.

Á Suðurlandi má búast við að vegirnir undir Eyjafjöllum, um Reynisfjall, Lyngdalsheiði, Árborgarhringurinn og leiðin milli Selfoss og Hveragerðis geti lokast í dag með stuttum fyrirvara vegna mikils vinds, snarpra vindhviða og mikils skafrennings og blindu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert