Myndskeið: Leiðindaveður í Reykjanesbæ

Helstu verkefni björgunarsveita hófust snemma í morgun í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. „Þar er leiðinda veður og skefur dálítið mikið. Þar hafa verið fjölmargir bílar sem eru fastir og björgunarsveitir að reyna að leysa úr því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Hann segir að kallaðir hafa verið út snjóbílar og stærri bílar frá Reykjavík til aðstoðar á Suðurnesjunum.

„Þarna er svolítið af stærri bílum sem sitja fastir eins og rútur.“

Reykjanesbrautin er lokuð vegna ófærðar og sömuleiðis Grindavíkurvegur. Flug­f­arþegar, sem og aðrir, hafa því ekki kom­ist til og frá höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert