Ógnaði hjónum með skóflu eftir deilu um bílastæði

Ófærð í Breiðholtinu í gær.
Ófærð í Breiðholtinu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Tilkynnt var um ágreining á milli nágranna í hverfi 221 í Hafnarfirði laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Hjón voru búin að moka snjó úr tveimur bílastæðum við fjölbýlishús fyrir bílana sína. Þau þurftu síðan að nota annan bílinn en þegar þau komu til baka var nágranni búinn að leggja sínum bíl í tóma stæðið.

Hjónin vildu að bílinn yrði færður en nágranninn var ekki tilbúinn til þess. Snjó hafði þá verið mokað að bílnum þannig að ekki var hægt að komast í hann en nágranninn ógnaði hjónunum þá með skóflu.

Ók á ljósastaur undir áhrifum

Um hálfníuleytið í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í miðbæ Reykjavíkur þegar bíl var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn var búinn að festa bílinn og komst ekki í burtu. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna/lyfja, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu.

Tilkynnt var um tjón á bensínstöð í miðbæ Kópavogs á ellefta tímanum í gærkvöldi. Bíl hafði verið bakkað á bensíndælu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert