Play og Icelandair aflýsa öllu flugi í dag

Ekkert flugveður er í dag en þessi mynd er reyndar …
Ekkert flugveður er í dag en þessi mynd er reyndar úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélögin Play og Icelandair hafa aflýst öllu flugi það sem eftir er dags vegna aftakaveðurs.

Þetta staðfesta Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, og Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. 

Veðurstofa Íslands spáir norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu í vindhraða næsta sólarhringinn en 20 til 28 á Suðausturlandi. Éljum spáir hún norðan- og austanlands, annars þurru en skafrenningi allvíða. Draga tekur úr vindi seint á morgun eftir spánni að dæma.

Í athugasemd veðurfræðings á síðu Veðurstofunnar er bent á viðvaranir um norðaustanhvassviðri eða -storm á sunnan- og vestanverðu landinu en hvassara á Suðausturlandi. Boðar veðurfræðingur talsverðan skafrenning víða og lélegt skyggni með köflum sem valdið geti ökumönnum erfiðleikum.

Flugfélagið Play hefur aflýst öllu flugi það sem eftir lifir …
Flugfélagið Play hefur aflýst öllu flugi það sem eftir lifir dagsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka