Reykjanesbraut opnuð í aðra áttina

Lögreglan vill ítreka að færð innan sveitarfélaga á Suðurnesjum sé …
Lögreglan vill ítreka að færð innan sveitarfélaga á Suðurnesjum sé slæm. Ljósmynd/Landsbjörg

Reykjanesbrautin hefur verið opnuð til austurs frá hringtorginu við Fitjar. 

Vegkaflinn frá hringtorginu við Fitjar og að flugstöðinni verður þó áfram lokaður vegna ófærðar og mikils skafrennings. Grindavíkurvegur og vegurinn niður í Voga eru einnig lokaðir af sömu ástæðu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. 

Lögreglan vill ítreka að færðin innan sveitarfélaga á Suðurnesjum sé slæm. Ökumenn á illa búnum bifreiðum hafa fest sig á flestum stofnbrautum svæðisins.

Yfirgefnar bifreiðar valda snjóruðningstækjum miklum vandræðum og torvelda vinnu við hreinsun gatna.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert