Reykjanesbrautinni hefur að nýju verið lokað fyrir umferð vegna veðurs.
Aðeins rúm klukkustund er liðin síðan tilkynnt var að brautin hefði verið opnuð í aðra áttina, þ.e. frá Keflavík og til Reykjavíkur.
Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að ekkert ferðaveður sé á brautinni eins og staðan er núna.
„Staðan verður endurmetin í fyrramálið,“ segir að lokum.