Sundlaug Seltjarnarness opin í dag

Vatnið í sundlauginni er beint frá borholu Hitaveitu Seltjarnarness.
Vatnið í sundlauginni er beint frá borholu Hitaveitu Seltjarnarness. Ljósmynd/Sundlaug Seltjarnarness

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi býður alla velkomna að skella sér í sund í sundlauginni á Seltjarnarnesi sem verður opin í dag ólíkt öðrum laugum á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu frá Veitum fyrr í dag kom fram að vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun væri engin framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni sem stendur. Heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins er því skert um að minnsta kosti 20%. Ákvörðun var því tekin um að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.

„Sundlaug Seltjarnarness er með sér hitaveitu, Hitaveitu Seltjarnaness. Þannig að við erum svo heppin að ég er tiltölulega nýkominn úr heita pottinum. Við erum alveg með nóg af vatni núna,“ segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri í samtali við mbl.is þar sem hann áréttar að ekki sé búið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.

„Það eru allir velkomnir. Við tökum fagnandi á móti fólki í jólabaðið á Nesinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert