Þrettán vélar að störfum í Garðabæ

Þrettán snjómokstursvélar eru að störfum í Garðabæ.
Þrettán snjómokstursvélar eru að störfum í Garðabæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrettán snjómokstursvélar eru nú að störfum í Garðabæ þar sem búið er að fara eina mokstursumferð um allar götur bæjarfélagsins.

Sigurður Hafliðason, áhaldahússtjóri Garðabæjar, segir að þokkalega hafi gengið að ryðja vegi um helgina en að erfiðustu kaflarnir hafi verið í Urriðaholtinu og á Álftanesi. 

„Þetta leystist rólega og við náðum að halda öllum aðalgötum opnum,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is.

Þó nokkur vinna er fyrir höndum í dag þar sem m.a. þarf að ryðja gangstéttar og laga það sem betur mátti fara í gær. Vinnan við að ryðja aðalstíga, reiðhjólastíga á milli sveitarfélaga og gönguleiðir til og frá skóla er komin vel á veg en er þó ekki fullkláruð.

„Það þarf fara í snyrtingar og gera fólki auðveldara að komast um,“ segir Sigurður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert