Úrskurðurinn í hryðjuverkamáli kærður til Landsréttar

Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrkurð yfir mönnunum fyrir viku. Héraðssaksóknari …
Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrkurð yfir mönnunum fyrir viku. Héraðssaksóknari fór þá á ný fram á varðhald byggt á annarri lagagrein, en héraðsdómur hefur þegar hafnað þeirri beiðni. Nú er að sjá hvað Landsréttur segir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, um að hafna gæsluvarðhaldsbeiðni í annað skiptið yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um undirbúning að hryðjuverkum hér á landi, hefur verið kærð til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, við mbl.is.

Varðhaldskraf­an sem héraðsdómur hafnaði og er nú lögð fyrir Landsrétt er byggð á ann­arri laga­grein saka­mála­laga, 2. mgr. 95. gr., sem hljóðar svo:

Einnig má úr­sk­urða sak­born­ing í gæslu­v­arðhald þótt skil­yrði a–d-liðar 1. mgr. séu ekki fyr­ir hendi ef sterk­ur grun­ur leik­ur á að hann hafi framið af­brot sem að lög­um get­ur varðað 10 ára fang­elsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsyn­legt með til­liti til al­manna­hags­muna.

Mönn­un­um var sleppt úr haldi síðasta þriðju­dag eft­ir að Lands­rétt­ur felldi úr gildi úr­sk­urð héraðsdóms en þá krafðist lög­regla varðhalds­ins á þeim grund­velli að menn­irn­ir væru hættu­leg­ir.

Karl Ingi segir að kæran hafi verið send á Landsrétt í morgun og segir hann að yfirleitt taki meðferð dómstólsins varðandi gæsluvarðhaldsúrskurði ekki marga daga.

Embættið hefur þegar ákært mennina vegna málsins, en dagsetning á þingfestingu málsins liggur ekki enn fyrir að sögn Karls Inga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert