„Þeir sem nýta sér ferðaþjónustu með leigubílum og eru á leiðinni til vinnu í fyrramálið eru væntanlega strand heima,“ sagði Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélags Íslands, í gær um áhrif verkfalls leigubílstjóra á félagsmenn Blindrafélagsins.
Fyrirhugað var að verkfallið hæfist klukkan hálfátta í morgun og á að standa yfir í tvo sólarhringa.
„Þetta er grundvöllurinn fyrir virkni, bæði á vinnumarkaði og í hvers kyns afþreyingu,“ segir Sigþór enn fremur.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.