Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Austfjörðum, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, að sögn Veðurstofu Íslands.
Í dag er spáð norðaustan 15-23 m/s en 23-30 m/s suðaustan til. Él verða norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað.
Frost verður á bilinu 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Hægt minnkandi norðaustanátt verður á morgun, 10-18 m/s annað kvöld en 18-23 í Öræfum. Áfram verða él norðan- og austan til en þurrt að kalla suðvestanlands. Frost verður á bilnu 0 til 5 stig.