Reykjanesbraut er enn lokuð

Ljósmynd/Landsbjörg

Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Þar er mikið af bifreiðum sem þarf að fjarlægja, að sögn Vegagerðarinnar.

Brautinni var lokað aftur í gærkvöldi eftir að hún hafði verið opnuð frá Keflavík til Reykjavíkur í um klukkustund.

Hellisheiðin opin 

Hellisheiði og Þrengsli eru opin. Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát. Þar er þæfingsfærð og skafrenningur og slæmt skyggni.

Grindavíkurvegur er enn lokaður en stöðugt er unnið að því að meta aðstæður. Sömuleiðis er Krýsuvíkurvegur lokaður. Vegirnir um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir. 

Hvalfjarðargöngin lokuð

Hvalfjarðargöng eru lokuð að beiðni lögreglu og reiknað er með því að lokunin muni standa yfir í einhvern tíma.

Vegurinn um Kjalarnes er lokaður vegna veðurs og ekki er búist við að hann verði opnaður fyrr en veður gengur niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert