Viðgerð er lokið í Hellisheiðarvirkjun og framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni er komin af stað aftur en þó ekki á fullum afköstum.
Það tekur um hálfan sólarhring að vinna upp vatnsforða til að geta staðið undir fullri eftirspurn, að því er kemur fram í tilkynningu. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu verða því ekki opnar í dag.