Vél Icelandair snúið við eftir flugtak

Tæknibilun kom upp í flugi Icelandair til Denver.
Tæknibilun kom upp í flugi Icelandair til Denver. mbl.is/Árni Sæberg

Tækni­bil­un kom upp í flugi Icelanda­ir til Den­ver í kvöld. Flug­vél­inni var snúið við og hef­ur henni verið lent aft­ur á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Þetta staðfest­ir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, í sam­tali við mbl.is. 

Flugið verður fellt niður og Icelanda­ir er nú að út­vega 158 farþegum vél­ar­inn­ar gist­ingu. Þeim verður komið út til Den­ver við fyrsta tæki­færi að sögn Ásdís­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert