Viðvaranir í gildi á öllu landinu

Ökumaður í vandræðum um síðustu helgi.
Ökumaður í vandræðum um síðustu helgi. mbl.is/Árni Sæberg

Veðurviðvaranir eru enn í gildi á öllu landinu. Appelsínugul viðvörun er á Suðausturlandi og gildir hún til klukkan níu í dag.

Gular viðvaranir eru alls staðar annars staðar á landinu og eru í gildi þangað til í kvöld eða í fyrramálið.

Í dag er spáð norðaustan 15-23 m/s, en 20-28 á Suðausturlandi. Éljagangur verður norðan- og austanlands og snjókoma um tíma eftir hádegi, annars yfirleitt þurrt en allvíða skafrenningur.

Frost verður á bilinu 0 til 7 stig.

Draga tekur úr vindi í kvöld og verða norðaustan 10-18 m/s síðdegis á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert