Frumkvöðullinn Haraldur Þorleifsson hefur rétt út hjálparhönd til innflytjenda á Íslandi sem eru að glíma við fjárhagsörðugleika um jólin. Í tísti sem birtist fyrir skömmu heitir hann því að millifæra 20 þúsund krónur inn á reikning 50 einstaklinga.
Þá hvetur hann sömuleiðis aðra, sem hafa áhuga á að hjálpa við þetta framtak, að hafa samband við sig.
„Ef þú ert innflytjandi á Íslandi og þarf á fjárhagsaðstoð að halda yfir jólin sendu mér þá reikningsnúmerið þitt og kennitölu á h@ueno.co,“ segir í tísti Haralds.
„Hver og einn mun fá 20 þúsund íslenskar krónur en ég mun einungis geta hjálpað 50 manns svo ef einhver annar vill aðstoða þá má hann vinsamlegast láta mig vita.“
If you are an immigrant in Iceland and need financial help this Christmas send me your account number and kennitala to h@ueno.co
— Halli (@iamharaldur) December 21, 2022
Each person will get 20.000 isl and I’ll only be able to help 50 people so if anyone else wants to pitch in please let me know. https://t.co/SUmurvZK41