Fengu nóg af þjónustuleysi í Reykjavík

Verktökum hafa verið settar skorður um hversu mikið megi gera …
Verktökum hafa verið settar skorður um hversu mikið megi gera vegna aðhalds hjá Reykjavíkurborg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Laxdal, íbúi í Úlfarsárdal í Reykjavík, segir að ástandið hafi verið hræðilegt í íbúagötu í Úlfarsárdal um helgina. Íbúar fengu loks nóg þegar enginn kom að moka götuna frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir að hafa ítrekaða talað við borgina.

„Ástandið hefur verið hræðilegt, það komst enginn um götuna. Loks fengum við nóg þar sem ekkert var gert þrátt fyrir endalausar óskir um að gera götuna færa og fengum verktaka til þess að moka götuna og borguðum í heildina 100.000 kr.,“ segir Arnar

Slegið á puttana hjá verktökum

Arnar segir íbúa hafa talið nauðsynlegt að fá verktaka þegar lítið var um svör frá Reykjavíkurborg en bílar hafi skemmst í götunni í fyrra í svipuðu ástandi. Hann segir verktökum hafa verið settar skorður um hversu mikið þeir mættu gera.

Í fyrra var aldrei mokað og safnaðist 50-70 cm þykkur …
Í fyrra var aldrei mokað og safnaðist 50-70 cm þykkur klaki sem skemmdi bíla.

„Í fyrra var aldrei mokað og safnaðist 50-70 cm þykkur klaki sem skemmdi bílana með miklum holum. Þá sagði mér annar verktaki sem vinnur fyrir borgina að þeim væru settar skorður i hvað þeir mættu gera mikið hvern dag þrátt fyrir að það væri mikið óunnið vegna aðhalds hjá Reykjavíkurborg,“ segir Arnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert