Fjöldi ferðamanna bókaður í jólafrí hér

Fjölmargir ferðalangar hafa verið strandaglópar hérlendis síðustu daga vegna óveðurs.
Fjölmargir ferðalangar hafa verið strandaglópar hérlendis síðustu daga vegna óveðurs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búast má við því að þúsundir erlendra ferðamanna verji jólum og áramótum hér á landi í ár ef veður og samgöngur leyfa. Bókunarstaða í ferðaþjónustu er ágæt miðað við þennan tíma árs að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

„Á árunum fyrir faraldurinn gæti ég trúað að hér hafi verið um 30-40 þúsund manns yfir hátíðarnar. Ég myndi halda að það nálgist svipaða tölu núna og hér verði um 25-30 þúsund manns í ár,“ segir Jóhannes Þór.

Jóhannes segir að ferðamenn frá Asíu, einkum og sér í lagi frá Kína, séu ekki farnir að skila sér hingað eftir kórónuveirufaraldurinn og munar um minna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert