Sjálfboðaliði látinn fara

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskyldhjálpar Íslands.
Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskyldhjálpar Íslands. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands, seg­ir sjálf­boðaliða sem setti inn face­book­færslu þess efn­is að Íslend­ing­ar á um­sækj­endal­ist­an­um ættu að ganga fyr­ir í út­hlut­un á mat­araðstoð í dag hafa verið lát­inn fara.

Ásgerður Jóna kall­ar enn frem­ur eft­ir því að Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, sem gagn­rýndi færsl­una, mæti í matar­út­hlut­un og sjái hvernig starfið fer fram.


Í færslu Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands á Reykja­nesi seg­ir að von­ast sé til þess að út­hlut­un geti farið fram í dag ef veður leyfi en að Íslend­ing­ar á um­sækj­endal­ista gangi fyr­ir. Færsl­an hef­ur verið tek­in út.

Færslan sem sett var inn af Fjölskylduhjálp Íslands Reykjanesi.
Færsl­an sem sett var inn af Fjöl­skyldu­hjálp Íslands Reykja­nesi.

Ásgerður Jóna seg­ir sjálf­boðaliðann sem setti inn færsl­una hafa verið lát­inn fara þar sem grunn­gildi Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands hafi verið brot­in, það er að hjálpa öll­um óháð kyni og upp­runa.

Þessi sjálf­boðaliði sem lét færsl­una inn, það er búið að láta hann fara. Þetta er hræðilegt að hún skyldi hafa gert þetta þar sem ef ein­hver hjálp­ar­sam­tök eru búin að vinna fyr­ir fólk af er­lendu bergi brotið þá erum það við. Í venju­legri út­hlut­un eru út­lend­ing­ar í mikl­um meiri­hluta. Þegar við út­hlutuðum frá 1. mars til 1. sept­em­ber var 7.000 mat­ar­gjöf­um út­hlutað og allt til út­lend­inga,“ seg­ir Ásgerður.

Hvet­ur Björn Leví til að mæta á staðinn

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem gagn­rýndu færsl­una í um­mæl­um og seg­ir hana brot á stjórn­ar­skrá Íslands.

„Ekki trúa mér, skoðið bara stjórn­ar­skrána. Þetta er mis­mun­un,“ seg­ir Björn Leví.

Björn Leví Gunnarsson.
Björn Leví Gunn­ars­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ásgerður seg­ir að það eigi ekki af þeim að ganga og hvet­ur fólk eins og Björn Leví til þess að mæta í fjöl­skyldu­hjálp í út­hlut­un.

„Björn Leví hef­ur aldrei komið upp í Fjöl­skyldu­hjálp. Hvernig væri að hann kæmi einu sinni á út­hlut­un­ar­degi og sæi hvernig þetta er. Þeir gera það ekki og eru með alls kon­ar yf­ir­lýs­ing­ar,“ seg­ir Ásgerður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka