Víða skafrenningur í dag

Mikill snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.
Mikill snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er norðaustan 13-23 metrum á sekúndu í byrjun dags og verður hvassast á Suðausturlandi. Éljagangur verður norðan- og austanlands, annars yfirleitt úrkomulaust en víða skafrenningur. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig.

Norðaustan 13-20 m/s verða undir hádegi, en dregur síðan smám saman úr vindi.

Á morgun verða  5-13 m/s og kólnar heldur. Áfram verða él á Norður- og Austurlandi, en annars léttskýjað.

Gul viðvörun á miðhálendinu er í gildi til klukkan 7. Þar eru norðaustan 20-28 m/s og snjókoma eða skafrenningur. Ekkert ferðaveður.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert